Alþýðufylkingin útilokuð frá kosningaumræðunni

Fjölmiðlar á Íslandi hafa ákveðið að útiloka xR Alþýðufylkinguna frá allri umræðunni: Við í Alþýðufylkingunni höfum oft mátt mæta því viðmóti fjölmiðla og félagasamtaka, að við séum ekki tekin alvarlega. Í yfirstandandi kosningabaráttu þykir okkur kveða meira að þessu en áður. Til dæmis ákvað Stöð 2 að hafa okkur ekki með í kjördæmaþáttum. Okkur var ekki boðið að hafa innlegg í blaði Geðhjálpar 10. október. Okkur var ekki boðið að taka þátt í umhverfismálafundi Landverndar o.fl. í Norræna húsinu í gærkvöldi. Og svo mætti lengi telja.
Vanalega er öllum flokkunum boðið að taka þátt. Nema okkur. Og nema Dögun, sem býður bara fram í einu kjördæmi. Okkur er jafnan svarað þannig að bara þeim flokkum sé boðið sem eigi fólk á þingi eða eigi raunhæfan möguleika á að fá menn kjörna á þing.
En hvernig eigum við að eiga raunhæfan möguleika þegar við erum þögguð út úr umræðunni?
Nýjasta dæmið var málefnaþáttur RÚV um efnahags- og velferðarmál í gærkvöldi. Þar var okkar maður, Þorvaldur Þorvaldsson, nánast klipptur út. Á meðan Guðlaugur Þór, Katrín Jakobs o.fl. fengu að tala og tala var ítrekað klippt á Þorvald í miðri setningu, og aðalatriðin í máli hans fengu ekki að komast að.
Er það hlutverk fjölmiðla að ákveða hvaða flokkar séu alvöru og hvaða flokka sé allt í lagi að afskrifa?
Sýslumaður setti í gær lögbann á umfjöllun Stundarinnar. Það er ekkert lögbann á umfjöllun um Alþýðufylkinguna. Hún er bara þögguð. Þá þarf ekkert lögbann.
Ef það eru einhver áhrifamikil öfl þarna úti sem eru svona hrædd við okkur, þá skil ég það svo sem -- en ef við erum svona miklir ómerkingar, á þá ekki almenningur rétt á því að vita það


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband