Á endanum borgar almenningur !

Rúmlega 23% segjast myndu kjósa Vinstri græn færu kosningar til Alþingis fram nú, tæplega 23% Sjálfstæðisflokkinn, ríflega 13% Samfylkinguna, nær 11% Pírata, rösklega 9% Miðflokkinn, ríflega 7% Framsóknarflokkinn, næstum 6% Viðreisn, nær 6% Flokk fólksins og um 0,5% Alþýðufylkinguna....

Við erum flokkur sem vill fara og skoða upphafið að því hvernig samfélag við ætluðum að hafa.

Þá vildu menn vera félagshyggjumenn. OG voru stoltir af því að byggja upp velferðakerfi sem var til fyrir okkur.

Græðgi, mikil mismunun og að valta yfir samborgara sína þótti ekki góð ELLa.

Byggðar voru verkamannablokkir, Alþýðubanki, Alþýðuhús, og á vegum samvinnuhreyfingarinnar kaupfélög, Samvinnubanki.

Félagshyggja er af hinu góða.

Markaðshyggjan er ekki með lausn á þeim vanda sem íslendingar standa frammi fyrir.

Ótrúlegt flóð ferðamanna sem veður yfir Ísland núna er gott dæmi um þetta. Einhverjir munu græða eitthvað á þessu. En við Íslendingar (skattgreiðendur) þurfum að kaupa mengunarkvóta til að mæta þessu stjórnlausa flóði. Svo munu einhverjir fara á hausinn þegar samdráttur verður vegna stjórnlausrar fjárfestingar í greininni. Á endanum græða einhverjir örfáir en almenningur í landinum situr uppi með sárt ennið.

IMG_1211


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband