KÍ verður sér til skammar !
19.10.2017 | 11:59
Vantar eitthvað á þessa mynd?
Fulltrúar allra flokkanna, á pallborði Kennarasambands Íslands... allra nema Alþýðufylkingarinnar og Dögunar, sem var ekki boðið.
Stjórn Kennarasambandsins fannst ekki taka því.
Commenta kerfið logar af því að kennarar eru almennt lýðræðissinnar og eru ekki sáttir við svona framkomu.
dæmi um comment eru:Gunnar J. Straumland Þegar ég var að spyrja um ástæður þess að Alþýðufylkingunni og Dögun hafi ekki verið boðið á fundinn og gerði athugasemd í tölvupósti til kynningarstjóra KÍ við orðalagið í fundarauglýsingunni: ,,Þeir flokkar sem samkvæmt skoðanakönnunum eiga möguleika á að komast á þing, " breyttist textinn í auglýsingunni í : ,,Þeim flokkum sem bjóða fram á landsvísu er boðið að taka þátt í fundinum."
Guðmundur Brynjólfsson Og ekki hefur neitt af þessu liði sem þarna situr í makindum, þann vott af siðvitund að neita að taka sæti við pallborðið nema allir séu með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fyrirlít skoðanir þínar..
18.10.2017 | 14:38
Ég fyrirlít skoðanir þínar en er tilbúin að deyja fyrir rétt þinn til að segja þær...þetta er undirstaða lýðræðis. Tjáningafrelsi þar sem allir fá að segja sína skoðun og láta kjósa um þær í löggildum kosningum.
Það er óþolandi að skoðananakannanir eru notaðar til að útiloka flokka frá umræðunni.
Svörin sem xR fær er: Þið eigið engan möguleika að koma manni inn á þing samkvæmt skoðananakönnunum svo þið fáið ekki að vera með.
Er þetta ein birtingamynd lýðræðis á Íslandi í dag ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alþýðufylkingin útilokuð frá kosningaumræðunni
17.10.2017 | 16:10
Fjölmiðlar á Íslandi hafa ákveðið að útiloka xR Alþýðufylkinguna frá allri umræðunni: Við í Alþýðufylkingunni höfum oft mátt mæta því viðmóti fjölmiðla og félagasamtaka, að við séum ekki tekin alvarlega. Í yfirstandandi kosningabaráttu þykir okkur kveða meira að þessu en áður. Til dæmis ákvað Stöð 2 að hafa okkur ekki með í kjördæmaþáttum. Okkur var ekki boðið að hafa innlegg í blaði Geðhjálpar 10. október. Okkur var ekki boðið að taka þátt í umhverfismálafundi Landverndar o.fl. í Norræna húsinu í gærkvöldi. Og svo mætti lengi telja.
Vanalega er öllum flokkunum boðið að taka þátt. Nema okkur. Og nema Dögun, sem býður bara fram í einu kjördæmi. Okkur er jafnan svarað þannig að bara þeim flokkum sé boðið sem eigi fólk á þingi eða eigi raunhæfan möguleika á að fá menn kjörna á þing.
En hvernig eigum við að eiga raunhæfan möguleika þegar við erum þögguð út úr umræðunni?
Nýjasta dæmið var málefnaþáttur RÚV um efnahags- og velferðarmál í gærkvöldi. Þar var okkar maður, Þorvaldur Þorvaldsson, nánast klipptur út. Á meðan Guðlaugur Þór, Katrín Jakobs o.fl. fengu að tala og tala var ítrekað klippt á Þorvald í miðri setningu, og aðalatriðin í máli hans fengu ekki að komast að.
Er það hlutverk fjölmiðla að ákveða hvaða flokkar séu alvöru og hvaða flokka sé allt í lagi að afskrifa?
Sýslumaður setti í gær lögbann á umfjöllun Stundarinnar. Það er ekkert lögbann á umfjöllun um Alþýðufylkinguna. Hún er bara þögguð. Þá þarf ekkert lögbann.
Ef það eru einhver áhrifamikil öfl þarna úti sem eru svona hrædd við okkur, þá skil ég það svo sem -- en ef við erum svona miklir ómerkingar, á þá ekki almenningur rétt á því að vita það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Andri Snær hefur áhyggjur af náttúrunni..
16.10.2017 | 15:29
Það hef ég líka. Þess vegna þarf að taka í taumana með skýrri stefnu um að landið og náttúruna. Náttúran, lífið og víðerni er lánuð í stuttan tíma. Það er okkar skylda að skila henni í betra ásigkomnulagi til komandi kynslóða.
Ef almenningur /kjósendur er að meina að það eigi að vernda náttúruna þá þarf að koma í veg fyrir að örfáir peningamenn rústi henni í eigin þágu.
- Íslensk stjórnvöld þurfa að setja fram skýra regluum verndun náttúrunnar.
- Landið er ekki til sölu eða leigu fyrir útlenska peningamenn
- Náttúran er auðlind okkar og komandi kynslóða
- Náttúran er ekki söluvara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stefna Alþýðufylkingar xR
16.10.2017 | 11:51
Kosningastefnuskrá Alþýðufylkingarinnar 2017 er ætlað að setja fram baráttumarkmið á meginsviðum samfélagsins.
Hagsmunir alþýðunnar ná því aðeins fram að ganga, að það takist að fylgja baráttumálunum eftir með virkri fjöldahreyfingu. Alþýðan hefur aldrei fengið neitt gefins frá auðstéttinni og svo mun heldur ekki verða í framtíðinni.
Hagsmunir alþýðunnar eru til grundvallar öllum okkar baráttumálum. Framtíðarhagsmunir þar sem tekist er á um samfélagsgerðina og eftir hvaða leiðum gæðunum er skipt. Aðeins þannig má auka jöfnuð og velmegun allra.
Við tökum ekki undir áróður um að bæta megin lífskjörin með auknum hagvexti. Í kapítalismanum fylgja auknum hagvexti jafnan aukinn ójöfnuður og skuldsetning, enda taka auðmenn sér ríflegan hagnað út úr aukinni veltu. Auknar skatttekjur duga skammt á móti auknum ójöfnuði.
Loks falla skuldirnar á samfélagið. Þess vegna þarf að fara eðlisólíka leið til að breyta samfélaginu: Aukið vægi hins félagslega á kostnað markaðslausna. Lykilatriði er félagsvæðing innviða samfélagisns, þar sem fjármálakerfið og nauðsynleg samfélagsþjónusta við alla er í fyrirrúmi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
xD þýðir einkavæðing almannaþjónustu..
9.10.2017 | 19:24
Hvenær kusu Íslendingar sér einkavæðingu í heilbrigðiskerfi ? Það gerðu þeir með atkvæði sínu. Atkvæði til hægri flokka er atkvæði til einkareksturs.
Hverju hafað frjálshyggjustjórnir skilað okkur?
Hann sagði að einkavæðingin hefði nánast gerst stjórnlaust og einkarekna þjónustan stýrðist af aðgengi að sérgreinalæknum en ekki þörf þeirra sem þyrftu þjónustuna. Það er nauðsynlegt að Íslendingar geri hlé á vegferð einkavæðingar og að menn geri alvöru úr því að styrkja innviði opinberrar heilbrigðisþjónustu. Einkavæðingu, síðar meir, yrði að stýra út frá hagsmunum sjúklinga en engra annarra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Peningamenn í hestagæru!
8.10.2017 | 12:13
Afhverju fær Sigmundur Davíð endalausan tíma í dagblöðum og í útsendingu í fréttamiðlum. Hvað er málið ? Minnir mann á kosningabaráttu Donald Trumps. Báðir vita ekki peninga sinna tal. Getur verið að lýðræðið snúist eingöngu um hve mikla peninga einstaklingar eiga...Kjósendur ættu að vara sig á refum í sauðagæru...peningamenn í hestagæru !
Bloggar | Breytt 9.10.2017 kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skýrsla Lilju samþykkt hjá NATO
8.10.2017 | 11:58
Flottur alþingismaður sem við getum verið stolt af hvar sem við annars stöndum í flokki.
Bloggar | Breytt 9.10.2017 kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alþingismenn sem skapa usla og stjórnleysi
8.10.2017 | 11:47
Það er til gamallt og gott máltæki sem segir:"eftir höfðinu dansa limirnir" Það er rosalega mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem eru heiðarleg, venjuleg íslensk alþýða. Útrásarvikingar, fólk sem á svo mikla peninga að það þarf að geyma þá í útlöndum, skilur ekki reynsluheim okkar sem vinna daglega störf og borgum skatta og skyldur.
Það er ábyrgðarhluti að fara á kjörstað og kjósa menn sem hvorki hafa traust hérlendis né erlendis. Því kæru vinir ! "Betur sjá augu en auga"slíkir menn valda samfélaginu óbætanlegu tjóni. Það fundum við á eigin skinni í Bankahruninu. Slíkir menn skapa vantraust hjá almenningi og skapa óróa og óstöðuleika. Það sýna þrennar kosningar á stuttum tíma. Slíkir menn eru athlægi á alþjóða vettvangi og rýra okkur Íslendina öllu trausti. Það er ábyrgðarhluti að kjósa svona fólk á Alþingi Íslendinga
Bloggar | Breytt 9.10.2017 kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)