Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Miðflokkurinn gleypir Flokk fólksins

Sigmundur Davíð var ekki lengi að styrkja stöðu sína og bæta við 4 þingmönnum í sinn hóp.

Hann hreinlega gleypti Ingu Sæland og félaga í Flokki fólksins á 1.degi eftir kosningar.

Hefði ekki verið heiðarlegra að bindast kosningabandalagi fyrir kosningar ? Ég þekki fólk sem hefði alls ekki kosið flokkinn ef það hefði vitað þetta.

Ég hef oft á undanförnum vikum varað við flokkum sem hafa alls enga hugmyndafræði til að standa á.

Ég hef líka marg sagt að Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru hægri flokkar. Það hefur sést á því hvaðan Miðflokkurinn fékk fylgi sitt og allir vita hvaðan frambjóðendur Flokk fólksins eiga rætur að rekja.

Mbl hefur hreinlega hampað Miðflokknum frá fyrstu stundu.

Myndaniðurstaða fyrir sigmundur davíð cartoon

Sannleikurinn birtist alltaf fyrr eða síðar.

 


"Stjórn hinna hefðbundnu flokka" ?

Ætli tími vinstri stjórnar sé runnin upp ? Það lítur út fyrir að Katrín og Sigurður séu búin að leggja drög að vinstri stjórn undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur XV. XB+XP+XS+XB = 32 þingmenn

Ríkisstjórn sem hefur það meginmarkmið að endurreisa velferðakerfið og huga að innviðum samfélagsins.

En þá er það spurningin um ESB ! XS og XP hafa sett fram stefnu að kosið skuli um inngöngu í ESB eða hvort hefja skuli aðildaviðræður sem er það sama. XB og XV hafa lagst gegn því. En XV daðraði við inngöngu síðast þegar þeir voru í vinstri stjórn.

ESB er rjúkandi rúst og því undarlegr að sumir flokkar hangi enn á því reipi.Og skoðanakannanir sýna að 80-90 % íslenskra kjósenda vilja ekkert af ESB vita !

Tengd mynd

Svo eru það landbúnaðarmálin. Þar eru XB okkar gamli góði bændaflokkur og landsbyggðarflokkur málsvari bænda. XV með Steingrím í broddi fylkingar er þar líka, en hvar stendur Katrín ? Alla vega eru XS og XP alveg á öndverðu meiði þarna.

Svo spurningin er þessi ?

Eiga Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri Grænir og Framsókn ekki bara að semja um breiða samstöðu ríkisstjórn undir stjórn Sigurðar Inga ?

XD=16

XV=11

XB=8

samtals= 35 þingmenn

Stjórn hinna hefðbundnu flokka sem ætlar að sameinast um að endurreisa velferðakerfið og innviði samfélagsins eins og þeir allir lofuðu ?

 

 


xR komin með 3,4 %

Mynd frá Vésteinn Valgarðsson.


Viljum ekki að fámenn auðmannaklíka taki allt til sín..

Raunverulegur vinstri flokkur í framboði. Viðbrögin við kreppunni 2009 sýna það. Þá vildi V Grænir ekki nota tækifærið til að félagsvæða samfélagið. Raunstefna V Græna þegar á reyndi kom fólki gjörsamlega í opna skjöldu.

Auðurinn safnast á færri og færri hendur.

Það verið að gera upptæka eigur almennings og það fært til þeirra sem eiga kapitalið.

Við viljum að innviðir samfélagsins sé í eigu ríkisins þ.e. þjónusta sem allir þurfa á að halda. Rekið af ríkinu, sveitafélagi, sameignarfélögum, félagasamtökum en ekki rekið í hagnaðarskyni.

https://www.propertycrowd.com/wp-content/uploads/2015/02/29359_k.png

Bankakerfið og fjármálakerfið almennt á að vera í þjónustu almennings. Menn eiga aldrei að hagnast á bankastarfsemi. Það er bara arðrán á fátækum almenning.

https://www.youtube.com/watch?v=zo1SpmLyI94

https://youtu.be/04Af2k_6zBc


Vinstri helmingurinn ákveðinn..

Hægri flokkar:

xD = 25,1%

xC =5,7 %

xM = 9,8

xF = 3,3

Samtals= 44 %

Vinstri flokkar:

xV =23,2%

vS=15,6%

xA= 1,5

xR=0,5

xB= 7,1%

Samtals = 48.9%

Píratar er flokkur sem erfitt er að flokka á hægri/vinstri kvarða = 8,2 %

Vinstri menn virðast hafa ákveðið sig en gæti verið sóknafæri á hægri vængnum.


Á endanum borgar almenningur !

Rúmlega 23% segjast myndu kjósa Vinstri græn færu kosningar til Alþingis fram nú, tæplega 23% Sjálfstæðisflokkinn, ríflega 13% Samfylkinguna, nær 11% Pírata, rösklega 9% Miðflokkinn, ríflega 7% Framsóknarflokkinn, næstum 6% Viðreisn, nær 6% Flokk fólksins og um 0,5% Alþýðufylkinguna....

Við erum flokkur sem vill fara og skoða upphafið að því hvernig samfélag við ætluðum að hafa.

Þá vildu menn vera félagshyggjumenn. OG voru stoltir af því að byggja upp velferðakerfi sem var til fyrir okkur.

Græðgi, mikil mismunun og að valta yfir samborgara sína þótti ekki góð ELLa.

Byggðar voru verkamannablokkir, Alþýðubanki, Alþýðuhús, og á vegum samvinnuhreyfingarinnar kaupfélög, Samvinnubanki.

Félagshyggja er af hinu góða.

Markaðshyggjan er ekki með lausn á þeim vanda sem íslendingar standa frammi fyrir.

Ótrúlegt flóð ferðamanna sem veður yfir Ísland núna er gott dæmi um þetta. Einhverjir munu græða eitthvað á þessu. En við Íslendingar (skattgreiðendur) þurfum að kaupa mengunarkvóta til að mæta þessu stjórnlausa flóði. Svo munu einhverjir fara á hausinn þegar samdráttur verður vegna stjórnlausrar fjárfestingar í greininni. Á endanum græða einhverjir örfáir en almenningur í landinum situr uppi með sárt ennið.

IMG_1211


Neistar málgagn Alþýðufylkingarinnar á Íslandi

https://www.neistar.is/um-okkur

Neistar er vefrit sem stofnað er til að koma hugmyndafræði Alþýðufylkingarinnar á framfæri.

Neitar er sósíalískt vefrit.

Við viljum koma á sósíalísku lýðræðisríki á Íslandi.

Við viljum standa vörð um fullveldi Íslands sem forsendur lýðræðis.

Frelsi, jafnrétti, bræðralag og lýðræði eru forsendur þeirra hugmyndafræði sem við erum að boða.

Við munum þjarma að þeim sem lifa af gróða.

Við munum vinna með vinnandi alþýðu í landinu að byggja upp samfélag sem þjónar almenningi. Samfélagi okkar sem er fyrir okkur.

Það verður ekki samfélag þar sem auðmenn fara með tugmilljarða út úr landinu til að fela í skattaskjólum.

Íslendingar hafa byggt þetta land. Íslendingar eru hörkuduglegir og þeir eiga njóta afrakstursins af vinnu sinni.

Samfélagsleg uppbygging merkir að grunnstoðir samfélagsins er í eigu almennings. Ríkið í umboði almennings sér um rekstur grunnstoðanna:

  • Heilbrigðiskerfi
  • Menntun
  • Efnahagskerfi
  • Frumvinnsluatvinnuvegir: landbúnaður, sjávarútvegur

Verkefni ríkisins á að vera:

1.Nýliðun: Að tryggja að ungt fólk geti átt börn og þrifist í heilbrigðu samfélagi..Ungt fólk þarf andrými til að hugsa um börnun sín og byggja upp líf sitt.

2.Félagsmótun: Menntun á öllum stigum, styðja við tungumál og menningu

3.Framleiðsla á fæðu (sjálfbærni): Heilbrigð stefna í sjávarútvegi, sjálfbærni og tryggja að landbúnaður þrífist í landinu. 

4.Efnahagsstjórn: samfélagsbankar, sameignarfélög, félagslegt kerfi.

5.Stjórn landsins:Lýðræði á öllum stigum. Samfélagsþjónusta og kenna fólki samvitund.

osk004

 

 

 

 

 

 

 


KÍ verður sér til skammar !

 https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/v/t1.0-9/22552367_148885959182736_8129636429451671908_n.jpg?oh=218a9931e8348f202dde8740e58c917c&oe=5A693FE6

Vantar eitthvað á þessa mynd?
Fulltrúar allra flokkanna, á pallborði Kennarasambands Íslands... allra nema Alþýðufylkingarinnar og Dögunar, sem var ekki boðið.
Stjórn Kennarasambandsins fannst ekki taka því.

Commenta kerfið logar af því að kennarar eru almennt lýðræðissinnar og eru ekki sáttir við svona framkomu.

dæmi um comment eru:Gunnar J. Straumland Þegar ég var að spyrja um ástæður þess að Alþýðufylkingunni og Dögun hafi ekki verið boðið á fundinn og gerði athugasemd í tölvupósti til kynningarstjóra KÍ við orðalagið í fundarauglýsingunni: ,,Þeir flokkar sem samkvæmt skoðanakönnunum eiga möguleika á að komast á þing, " breyttist textinn í auglýsingunni í : ,,Þeim flokkum sem bjóða fram á landsvísu er boðið að taka þátt í fundinum."

Guðmundur Brynjólfsson Og ekki hefur neitt af þessu liði sem þarna situr í makindum, þann vott af siðvitund að neita að taka sæti við pallborðið nema allir séu með.

 


Ég fyrirlít skoðanir þínar..

Ég fyrirlít skoðanir þínar en er tilbúin að deyja fyrir rétt þinn til að segja þær...þetta er undirstaða lýðræðis. Tjáningafrelsi þar sem allir fá að segja sína skoðun og láta kjósa um þær í löggildum kosningum.

Það er óþolandi að skoðananakannanir eru notaðar til að útiloka flokka frá umræðunni. 

Svörin sem xR fær er: Þið eigið engan möguleika að koma manni inn á þing samkvæmt  skoðananakönnunum svo þið fáið ekki að vera með.

Er þetta ein birtingamynd lýðræðis á Íslandi í dag ?


Alþýðufylkingin útilokuð frá kosningaumræðunni

Fjölmiðlar á Íslandi hafa ákveðið að útiloka xR Alþýðufylkinguna frá allri umræðunni: Við í Alþýðufylkingunni höfum oft mátt mæta því viðmóti fjölmiðla og félagasamtaka, að við séum ekki tekin alvarlega. Í yfirstandandi kosningabaráttu þykir okkur kveða meira að þessu en áður. Til dæmis ákvað Stöð 2 að hafa okkur ekki með í kjördæmaþáttum. Okkur var ekki boðið að hafa innlegg í blaði Geðhjálpar 10. október. Okkur var ekki boðið að taka þátt í umhverfismálafundi Landverndar o.fl. í Norræna húsinu í gærkvöldi. Og svo mætti lengi telja.
Vanalega er öllum flokkunum boðið að taka þátt. Nema okkur. Og nema Dögun, sem býður bara fram í einu kjördæmi. Okkur er jafnan svarað þannig að bara þeim flokkum sé boðið sem eigi fólk á þingi eða eigi raunhæfan möguleika á að fá menn kjörna á þing.
En hvernig eigum við að eiga raunhæfan möguleika þegar við erum þögguð út úr umræðunni?
Nýjasta dæmið var málefnaþáttur RÚV um efnahags- og velferðarmál í gærkvöldi. Þar var okkar maður, Þorvaldur Þorvaldsson, nánast klipptur út. Á meðan Guðlaugur Þór, Katrín Jakobs o.fl. fengu að tala og tala var ítrekað klippt á Þorvald í miðri setningu, og aðalatriðin í máli hans fengu ekki að komast að.
Er það hlutverk fjölmiðla að ákveða hvaða flokkar séu alvöru og hvaða flokka sé allt í lagi að afskrifa?
Sýslumaður setti í gær lögbann á umfjöllun Stundarinnar. Það er ekkert lögbann á umfjöllun um Alþýðufylkinguna. Hún er bara þögguð. Þá þarf ekkert lögbann.
Ef það eru einhver áhrifamikil öfl þarna úti sem eru svona hrædd við okkur, þá skil ég það svo sem -- en ef við erum svona miklir ómerkingar, á þá ekki almenningur rétt á því að vita það


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband