Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Andri Snær hefur áhyggjur af náttúrunni..

Það hef ég líka. Þess vegna þarf að taka í taumana með skýrri stefnu um að landið og náttúruna. Náttúran, lífið og víðerni er lánuð í stuttan tíma. Það er okkar skylda að skila henni í betra ásigkomnulagi til komandi kynslóða.

Ef almenningur /kjósendur er að meina að það eigi að vernda náttúruna þá þarf að koma í veg fyrir að örfáir peningamenn rústi henni í eigin þágu.

  • Íslensk stjórnvöld þurfa að setja fram skýra regluum verndun náttúrunnar.
  • Landið er ekki til sölu eða leigu fyrir útlenska peningamenn
  • Náttúran er auðlind okkar og komandi kynslóða
  • Náttúran er ekki söluvara
  • 014

 


Stefna Alþýðufylkingar xR

Mynd frá Alþýðufylkingin - XR.

Kosningastefnuskrá Alþýðufylkingarinnar 2017 er ætlað að setja fram baráttumarkmið á meginsviðum samfélagsins.

Hagsmunir alþýðunnar ná því aðeins fram að ganga, að það takist að fylgja baráttumálunum eftir með virkri fjöldahreyfingu. Alþýðan hefur aldrei fengið neitt gefins frá auðstéttinni og svo mun heldur ekki verða í framtíðinni.

Hagsmunir alþýðunnar eru til grundvallar öllum okkar baráttumálum. Framtíðarhagsmunir þar sem tekist er á um samfélagsgerðina og eftir hvaða leiðum gæðunum er skipt. Aðeins þannig má auka jöfnuð og velmegun allra.

Við tökum ekki undir áróður um að bæta megin lífskjörin með auknum hagvexti. Í kapítalismanum fylgja auknum hagvexti jafnan aukinn ójöfnuður og skuldsetning, enda taka auðmenn sér ríflegan hagnað út úr aukinni veltu. Auknar skatttekjur duga skammt á móti auknum ójöfnuði.

Loks falla skuldirnar á samfélagið. Þess vegna þarf að fara eðlisólíka leið til að breyta samfélaginu: Aukið vægi hins félagslega á kostnað markaðslausna. Lykilatriði er félagsvæðing innviða samfélagisns, þar sem fjármálakerfið og nauðsynleg samfélagsþjónusta við alla er í fyrirrúmi.


Kjósendur gefa skýr skilaboð..

Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“. Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“. Fjölda þeirra sem svaraði "einhvern hinna" í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Samtals voru 85,9% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (3,1%), myndu skila auðu (5,5%), myndu ekki kjósa (1,8%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (3,7%). Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil ásamt samanburði við síðustu kannanir þar á undan.

Kjósendur vil endurreisa velferðakerfið sem hægri öflin hafa einkavætt og nánast rústað að undanförnum árum.

Almenningur vill heiðarleg stjórnmál með fólki í forsvari sem er venjulegt alþýðufólk.

Almenningur við norræna velferðastjórn.

1710 Fylgi


xD þýðir einkavæðing almannaþjónustu..

Hvenær kusu Íslendingar sér einkavæðingu í heilbrigðiskerfi ? Það gerðu þeir með atkvæði sínu. Atkvæði til hægri flokka er atkvæði til einkareksturs.

Hverju hafað frjálshyggjustjórnir skilað okkur?

Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir sagði að víða væri pott­ur brot­inn í heil­brigðis­kerf­inu. Styrkja þyrfti innviði svo um munaði

Hann sagði að einka­væðing­in hefði nán­ast gerst stjórn­laust og einka­rekna þjón­ust­an stýrðist af aðgengi að sér­greina­lækn­um en ekki þörf þeirra sem þyrftu þjón­ust­una. „Það er nauðsyn­legt að Íslend­ing­ar geri hlé á veg­ferð einka­væðing­ar og að menn geri al­vöru úr því að styrkja innviði op­in­berr­ar heil­brigðisþjón­ustu.“ Einka­væðingu, síðar meir, yrði að stýra út frá hags­mun­um sjúk­linga en engra annarra.

Myndaniðurstaða fyrir heilbrigðiskerfi


Peningamenn í hestagæru!

Afhverju fær Sigmundur Davíð endalausan tíma í dagblöðum og í útsendingu í fréttamiðlum. Hvað er málið ? Minnir mann á kosningabaráttu Donald Trumps. Báðir vita ekki peninga sinna tal. Getur verið að lýðræðið snúist eingöngu um hve mikla peninga einstaklingar eiga...Kjósendur ættu að vara sig á refum í sauðagæru...peningamenn í hestagæru !

Myndaniðurstaða


Skýrsla Lilju samþykkt hjá NATO

Flottur alþingismaður sem við getum verið stolt af hvar sem við annars stöndum í flokki.

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.


Alþingismenn sem skapa usla og stjórnleysi

Það er til gamallt og gott máltæki sem segir:"eftir höfðinu dansa limirnir" Það er rosalega mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem eru heiðarleg, venjuleg íslensk alþýða. Útrásarvikingar, fólk sem á svo mikla peninga að það þarf að geyma þá í útlöndum, skilur ekki reynsluheim okkar sem vinna daglega störf og borgum skatta og skyldur.

Það er ábyrgðarhluti að fara á kjörstað og kjósa menn sem hvorki hafa traust hérlendis né erlendis. Því kæru vinir ! "Betur sjá augu en auga"slíkir menn valda samfélaginu óbætanlegu tjóni. Það fundum við á eigin skinni í Bankahruninu. Slíkir menn skapa vantraust hjá almenningi og skapa óróa og óstöðuleika. Það sýna þrennar kosningar á stuttum tíma. Slíkir menn eru athlægi á alþjóða vettvangi og rýra okkur Íslendina öllu trausti. Það er ábyrgðarhluti að kjósa svona fólk á Alþingi Íslendinga

Myndaniðurstaða fyrir íslenskir stjórnmálamenn erlend pressa


Agalausir Stjórnmálamenn

Það er komin tími til að kjósa flokk með sterkan hugmyndafræðilegan grunn. Stjórnmálamenn að því tagi eru líklegri til að framkvæma og taka til í kerfinu.

Myndaniðurstaða fyrir stjórnmálamenn cartoon

Kár Stefánsson segir í DV:

Agalausir stjórnmálamenn

Komum þá aftur að hlutverki stjórnmálamanna. Er einhver stjórnmálaflokkur sem þú treystir umfram annan til að sinna þessum málaflokki almennilega?

„Nei. Þegar kemur að því að hlúa að, ekki bara heilbrigðiskerfinu, heldur velferðarkerfinu almennt finnst mér enginn stjórnmálaflokkur raunverulega hafa staðið sig. Horfum til þess sem eina hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu lýðveldisins gerði eftir hrun. Þar var fyrst og fremst skorið niður í velferðarkerfinu.

Svo horfir maður til borgarinnar. Borgarstjórn undir stjórn Dags B. Eggertssonar eyðir fé í að mála málverk eftir Erró á gafla á blokkum í efra Breiðholti á sama tíma og mikill skortur er á fjármunum bæði til leik- og barnaskóla. Sama borgarstjórn eyðir miklu fé í að skreyta Miklubrautina milli Snorrabrautar og Lönguhlíðar á sama tíma og skólakerfið er í molum.

Ég skil hvorki borgarstjórn né ríkisstjórn sem segist starfa í nafni félagshyggju og forgangsraðar á þennan hátt.


xR flokkur alþýðunnar á Íslandi

Mynd með færslu

(1) Alþýðufylkingin - XR - Heim

Alþýðufylkingin býður fram í fjórum kjördæmum í Alþingiskosningunum 28. október: Reykjavík norður, Reykjavík suður, Suðvestur og Norðaustur.
Framboðslistar okkar verða kunngerðir á næstu dögum.

 


Verkefni stjórnvalda að að vera að tryggja heilsu og hamingju þegna sinna

Myndaniðurstaða fyrir vinnandi alþýða

Alþýðufylkingin beitir sér fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins. Aukin félagsvæðing í hagkerfinu býr til svigrúm til að veita meira fé til heilbrigðismála. Skapa þarf aðstöðu til að öll heilbrigðisstarfsemi geti verið félagslega rekin eða farið fram á vegum hins opinbera, svo fjármunir nýtist betur og leitast við að ná samkomulagi við heilbrigðisstarfsfólk um það fyrirkomulag. Markmiðið verði að allir geti fengið þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa eftir því sem tækni og þekking leyfir, án endurgjalds og að sem mestu leyti í sínu heimahéraði. Heilsugæslan verði efld og bættri lýðheilsu gefið aukið vægi. Tannlæknaþjónusta lúti sömu reglum og önnur læknisþjónusta og lyfjaframleiðsla og lyfjaverslun verði hluti af opinberri heilbrigðisþjónustu.

 

Alþýðufylkingin beitir sér fyrir eflingu menntakerfisins. Skólakerfið á að vinna markvisst að persónulegum og félagslegum þroska íslenskra ungmenna í anda réttlætis og sanngirni. Lögð verði áhersla á jafnrétti til náms og símenntun við hæfi. Stefna í menntamálum skal miðast við að menntun sé hluti af lífsgæðum sem allir eiga rétt á og samfélagsleg verðmæti fremur en markaðsvara.  Leitast skal við að miða nám við þarfir og hæfileika hvers einstaklings. Skólakerfið í landinu verði allt félagslega rekið og gjaldfrjálst.

 

Alþýðufylkingin beitir sér almennt fyrir auknu vægi hins félagslega í samfélaginu á kostnað markaðsvæðingar, sérstaklega á sviðum almannaþjónustu sem allir þurfa á að halda og umsjón með auðlindum, sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að losa samfélagið undan þeim vítahring kapítalismans sem gerir kröfu um sífellda stækkun hagkerfisins.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband