Pilsfatakapitalismi eða hvað ?

Mig langar til að ræða um glötuð tækifæri fyrirtækja til að aðlaga sig að ástandinu og nýta það til að efla sig. Getur verið að fyrirtækin hafi lagt árar í bát í trausti þess að ríkisvaldið muni "redda" þeim þegar kóronaveiran er afstaðin ? Erum við búin að taka allt frumkvæði og lama áhuga eigendur fyrirtækja til að græða peninga.

Dæmi um fyrirtæki sem mér finnst ekki vera að standa sig:

1. Stöð 2 hefur líklega aldrei frá því að það hóf starfsemi verið með lélegri dagskrá. Þetta fyrirtæki missir af stórkostlegu tækifæri til að veiða til sín greiðandi notendur því þetta er áskriftasjónvarp. Núna þegar allir eru fastir heima og verða að finna sér og allri fjölskyldunni verkefni. Glatað tækifæri?!

2. Bakarí og aðrir sem selja skyndibita. Fólk er vant að fá sér skyndibita og fer því út í bakarí. En núna er allt búið jafnvel fyrir hádegi...líka á bensínstöðvum. Á meðan hágráta forsvarsmenn þjónustu- og veitingageirans í fréttum, en hvað með að búa til einfaldan mat handa öllu þessu fólki ?

3. Hótel, gistihús og ferðamannastaðir. Hvað með tilboð fyrir landann sem situr heima við tölvuna og dreymir um að komast út til ykkar ??

OG að lokum afhverju eru bókasöfn öll lokuð ? Og það í lestrarátakinu allir lesa ??

12-16-2011_086


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru góðar ábendingar. Ég efast reyndar um að nein fyrirtæki búist við að ríkisvaldið bjargi rekstri þeirra þótt aðgerðirnar hjálpi kannski eitthvað upp á. En það virðist ríkja hálfgerður doði núna, allir í biðstöðu, og fáum dettur í hug að reyna að grípa tækifærin sem liggja í breyttu mynstri.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.4.2020 kl. 21:58

2 Smámynd: Margrét Haraldsdóttir

Áhugaverð ábending og örugglega nokkuð til í þessu. En betur má ef duga skal :)

Margrét Haraldsdóttir, 9.4.2020 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband