Neistar málgagn Alþýðufylkingarinnar á Íslandi

https://www.neistar.is/um-okkur

Neistar er vefrit sem stofnað er til að koma hugmyndafræði Alþýðufylkingarinnar á framfæri.

Neitar er sósíalískt vefrit.

Við viljum koma á sósíalísku lýðræðisríki á Íslandi.

Við viljum standa vörð um fullveldi Íslands sem forsendur lýðræðis.

Frelsi, jafnrétti, bræðralag og lýðræði eru forsendur þeirra hugmyndafræði sem við erum að boða.

Við munum þjarma að þeim sem lifa af gróða.

Við munum vinna með vinnandi alþýðu í landinu að byggja upp samfélag sem þjónar almenningi. Samfélagi okkar sem er fyrir okkur.

Það verður ekki samfélag þar sem auðmenn fara með tugmilljarða út úr landinu til að fela í skattaskjólum.

Íslendingar hafa byggt þetta land. Íslendingar eru hörkuduglegir og þeir eiga njóta afrakstursins af vinnu sinni.

Samfélagsleg uppbygging merkir að grunnstoðir samfélagsins er í eigu almennings. Ríkið í umboði almennings sér um rekstur grunnstoðanna:

  • Heilbrigðiskerfi
  • Menntun
  • Efnahagskerfi
  • Frumvinnsluatvinnuvegir: landbúnaður, sjávarútvegur

Verkefni ríkisins á að vera:

1.Nýliðun: Að tryggja að ungt fólk geti átt börn og þrifist í heilbrigðu samfélagi..Ungt fólk þarf andrými til að hugsa um börnun sín og byggja upp líf sitt.

2.Félagsmótun: Menntun á öllum stigum, styðja við tungumál og menningu

3.Framleiðsla á fæðu (sjálfbærni): Heilbrigð stefna í sjávarútvegi, sjálfbærni og tryggja að landbúnaður þrífist í landinu. 

4.Efnahagsstjórn: samfélagsbankar, sameignarfélög, félagslegt kerfi.

5.Stjórn landsins:Lýðræði á öllum stigum. Samfélagsþjónusta og kenna fólki samvitund.

osk004

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta heitir kommúnismi og hefur áður verið reynt, með hörmulegum afleiðingum.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2017 kl. 19:37

2 identicon

Þau lönd sem hafa norrænt veleferðakerfi hafa reynst best þegar upp er staðið. Kapitalískar lausnir duga skammt þegar til lengri tíma er lítið sjá Ísland og USA.

Margret Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband