Færsluflokkur: Bloggar

Agalausir Stjórnmálamenn

Það er komin tími til að kjósa flokk með sterkan hugmyndafræðilegan grunn. Stjórnmálamenn að því tagi eru líklegri til að framkvæma og taka til í kerfinu.

Myndaniðurstaða fyrir stjórnmálamenn cartoon

Kár Stefánsson segir í DV:

Agalausir stjórnmálamenn

Komum þá aftur að hlutverki stjórnmálamanna. Er einhver stjórnmálaflokkur sem þú treystir umfram annan til að sinna þessum málaflokki almennilega?

„Nei. Þegar kemur að því að hlúa að, ekki bara heilbrigðiskerfinu, heldur velferðarkerfinu almennt finnst mér enginn stjórnmálaflokkur raunverulega hafa staðið sig. Horfum til þess sem eina hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu lýðveldisins gerði eftir hrun. Þar var fyrst og fremst skorið niður í velferðarkerfinu.

Svo horfir maður til borgarinnar. Borgarstjórn undir stjórn Dags B. Eggertssonar eyðir fé í að mála málverk eftir Erró á gafla á blokkum í efra Breiðholti á sama tíma og mikill skortur er á fjármunum bæði til leik- og barnaskóla. Sama borgarstjórn eyðir miklu fé í að skreyta Miklubrautina milli Snorrabrautar og Lönguhlíðar á sama tíma og skólakerfið er í molum.

Ég skil hvorki borgarstjórn né ríkisstjórn sem segist starfa í nafni félagshyggju og forgangsraðar á þennan hátt.


xR flokkur alþýðunnar á Íslandi

Mynd með færslu

(1) Alþýðufylkingin - XR - Heim

Alþýðufylkingin býður fram í fjórum kjördæmum í Alþingiskosningunum 28. október: Reykjavík norður, Reykjavík suður, Suðvestur og Norðaustur.
Framboðslistar okkar verða kunngerðir á næstu dögum.

 


Verkefni stjórnvalda að að vera að tryggja heilsu og hamingju þegna sinna

Myndaniðurstaða fyrir vinnandi alþýða

Alþýðufylkingin beitir sér fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins. Aukin félagsvæðing í hagkerfinu býr til svigrúm til að veita meira fé til heilbrigðismála. Skapa þarf aðstöðu til að öll heilbrigðisstarfsemi geti verið félagslega rekin eða farið fram á vegum hins opinbera, svo fjármunir nýtist betur og leitast við að ná samkomulagi við heilbrigðisstarfsfólk um það fyrirkomulag. Markmiðið verði að allir geti fengið þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa eftir því sem tækni og þekking leyfir, án endurgjalds og að sem mestu leyti í sínu heimahéraði. Heilsugæslan verði efld og bættri lýðheilsu gefið aukið vægi. Tannlæknaþjónusta lúti sömu reglum og önnur læknisþjónusta og lyfjaframleiðsla og lyfjaverslun verði hluti af opinberri heilbrigðisþjónustu.

 

Alþýðufylkingin beitir sér fyrir eflingu menntakerfisins. Skólakerfið á að vinna markvisst að persónulegum og félagslegum þroska íslenskra ungmenna í anda réttlætis og sanngirni. Lögð verði áhersla á jafnrétti til náms og símenntun við hæfi. Stefna í menntamálum skal miðast við að menntun sé hluti af lífsgæðum sem allir eiga rétt á og samfélagsleg verðmæti fremur en markaðsvara.  Leitast skal við að miða nám við þarfir og hæfileika hvers einstaklings. Skólakerfið í landinu verði allt félagslega rekið og gjaldfrjálst.

 

Alþýðufylkingin beitir sér almennt fyrir auknu vægi hins félagslega í samfélaginu á kostnað markaðsvæðingar, sérstaklega á sviðum almannaþjónustu sem allir þurfa á að halda og umsjón með auðlindum, sem eiga að vera sameign þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að losa samfélagið undan þeim vítahring kapítalismans sem gerir kröfu um sífellda stækkun hagkerfisins.


Hvað ætla þú að kjósa ?

Ertu búin að fá nóg af spillingu, sviknum loforðum og stjórnleysi ? Ég er búin að fá nóg. Ég ætla að styðja þá rödd sem byggir á hugmyndafræði frelsi, jafnrétti og bræðralags. Hugmyndafræði sem setur manninn í forgrunn og þolir ekki spillingu kapitalismans. Hugmyndafræði sem byggir á styrkum grunni.

Með félagsvæðingu er ekki aðeins átt við ríkisrekstur eða annað félagslegt eignarhald heldur verði markmið rekstrarins annað og víðtækara en bókhaldslegur hagnaður: Hagur almennings og samfélagsins í heild verði í öndvegi, viðkomandi starfsemi lúti lýðræðislegum ákvörðunum og stefnumörkun og enginn geti haft hana sér að féþúfu.“

— Stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/b/b9/PFI-logo.jpg/250px-PFI-logo.jpg

 


Langar að blogga aftur !

 

Ísland er fallegt land sem hefur upp á ýmislegt að bjóða fyrir ferðamenn og aðra sem sem kunna að meta margslugna náttúru. Hins vegar eru Íslendingar að steindrepa allan ferðamannaiðnað með græðgi. Þjónusta er verðlögð eins og um 5 stjörnu hótel sé að ræða á Manhattan. Ferðamenn eru ekki fífl og þeir finna sér leið fram hjá þessari fáranlegu verðlagningu.

Við eigum að vera á varðbergi og segja frá því þegar okkur er ofboðið. En líka þegar eitthvað er vel gert.

Humarhúsið á Stokkseyrir stendur alltaf fyrir sínu og ströndin er dásamleg.

IMG_0901

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband