Hvað ætla þú að kjósa ?

Ertu búin að fá nóg af spillingu, sviknum loforðum og stjórnleysi ? Ég er búin að fá nóg. Ég ætla að styðja þá rödd sem byggir á hugmyndafræði frelsi, jafnrétti og bræðralags. Hugmyndafræði sem setur manninn í forgrunn og þolir ekki spillingu kapitalismans. Hugmyndafræði sem byggir á styrkum grunni.

Með félagsvæðingu er ekki aðeins átt við ríkisrekstur eða annað félagslegt eignarhald heldur verði markmið rekstrarins annað og víðtækara en bókhaldslegur hagnaður: Hagur almennings og samfélagsins í heild verði í öndvegi, viðkomandi starfsemi lúti lýðræðislegum ákvörðunum og stefnumörkun og enginn geti haft hana sér að féþúfu.“

— Stefnuskrá Alþýðufylkingarinnar

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/b/b9/PFI-logo.jpg/250px-PFI-logo.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flokkur sem hefur það helsta stefnumál að jafna kjörin með því að draga alla niður í svaðið er ekki merkilegur pappír. Flokkur sem vill verðlauna aumingjaskap og refsa fyrir frumkvæði og dugnað er ekki merkilegur pappír. En það má alltaf ná í atkvæði með því að lofa einum hópi því að þeir fái frítt allt það sem tekið verður af öðrum. Og það verður alltaf til fólk sem telur sig eiga rétt á því að taka það sem aðrir eiga.

Vagn (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 13:59

2 identicon

Takk fyrir að segja þína skoðun. Um það snýst lýðræðið að skiptast á skoðunum. "Sínum augum lítur hver silfrið" Ég segi að Alþýðufylkingin vilji jafna kjörin með því að lyfta upp vinnandi alþýðu sem dregur vagninn í lífskjarabaráttunni. Flokkur vill að allir hafi mannsæmandi lífskjör .. líka þeir sem minna mega sín. Þeir sem eru duglegir mega endilega njóta sín því allir eiga að hafa frelsi til að gera það sem hentar þeim best :) Menn eiga kjósa sér flokk sem uppfyllir þá lífsýn sem manni líkar best en ekki stökkva á úldin kosningaloforð svikula popilista :)

Margret Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 14:08

3 identicon

En Alþýðufylkingin segist vilji jafna kjörin með því að taka af þeim sem eiga. Þeir minnast hvergi á það að jafna kjörin með því að lyfta upp vinnandi alþýðu og segja ekkert um að þeir ætli að stækka kökuna fyrir alþýðuna. Það er þín von en ekki þeirra stefna. Auðveldast er að taka bara frá einhverjum öðrum. Og það að lofa að taka af þeim sem fólk öfundar er lýðskrum og leið til að fá atkvæði.

Vagn (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 14:36

4 identicon

"Spilling" kapitalismans er hugmyndafræði sem byggir á styrkum grunni. Án hennar væri hér ekkert Össur, ekkert Marel, engin hugbúnaðarfyrirtæki og engin hótel fyrir ferðamenn. "Spilling" kapitalismans er það sem kom okkur út úr torfkofunum. Og hefði Alþýðufylkingin stjórnað þá værum við þar enn. Alþýðufylkingin boðar stefnu sem slekkur á frumkvæði og nýsköpun. Atvinnusköpun og hagvexti. Gróði er ljótt orð og að hagnast á því að reka fyrirtæki er glæpur í þeirra augum.

Vagn (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 15:01

5 identicon

Mér verður nú ekkert bumbult af að jafna aðeins kjör alþýðunnar með því að minnka það fé sem fer í skattaskjól hjá velmegandi "ríkisbubbum" á Íslandi. En það voru stjórnmálaflokkar hinnar vinnandi alþýðu sem stofnuðu velferðakerfið á Íslandi og gerðu Ísland að því velmegandi landi sem það er í dag. Lýðskrum og innantóm loforð miðjuflokkanna og xD er sannarlega óhuggulegt og vonandi eru menn farnir að sjá í gegnum þetta t.d. er rétt að lækka skatta á fyrirtækjum á með heilbrigðiskerfið er að hruni komið ?

Margret Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 16:51

6 identicon

Er rétt að lækka skatta á fyrirtæki á meðan heilbrigðiskerfið er að hruni komið? Er rétt að lækka skatta á aldraða, eða hækka bætur til þeirra, á meðan heilbrigðiskerfið er að hruni komið? Hærri skattar og gjöld á gráðugu kvótagreifana hafa skilað fækkun starfa og lokun 600 fyrirtækja á landsbyggðinni síðasta hálfa áratuginn. Lagaðist heilbrigðiskerfið eitthvað við það? Það er nefnilega ekkert samasemmerki milli þess að það sem tekið er frá einum bæti þinn eða þjóðarhag.

Frá lýðveldisstofnun hafa vinstriflokkar sjaldan komið að stjórn landsins. Megnið af tímanum hafa miðju og hægri flokkar farið með stjórnina og byggt upp velferðarkerfið og skapað atvinnuvegunum rekstrargrundvöll. Vinstristjórnir hafa helst verið þekktir fyrir að jafna kjörin með því að hækka skatta á fólk og fyrirtæki svo mikið að helst allir áttu að lifa á bótum frá ríkinu. Vinna skilaði sér aðeins í hærri sköttum en engum fjárhagslegum ávinningi. Áherslan var og er, eins og hjá þér og Alþýðufylkingunni, að skaða frekar alla en að sjá einhverja græða.

Vagn (IP-tala skráð) 28.9.2017 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband