Agalausir Stjórnmálamenn
5.10.2017 | 12:22
Það er komin tími til að kjósa flokk með sterkan hugmyndafræðilegan grunn. Stjórnmálamenn að því tagi eru líklegri til að framkvæma og taka til í kerfinu.
Kár Stefánsson segir í DV:
Agalausir stjórnmálamenn
Komum þá aftur að hlutverki stjórnmálamanna. Er einhver stjórnmálaflokkur sem þú treystir umfram annan til að sinna þessum málaflokki almennilega?
Nei. Þegar kemur að því að hlúa að, ekki bara heilbrigðiskerfinu, heldur velferðarkerfinu almennt finnst mér enginn stjórnmálaflokkur raunverulega hafa staðið sig. Horfum til þess sem eina hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu lýðveldisins gerði eftir hrun. Þar var fyrst og fremst skorið niður í velferðarkerfinu.
Svo horfir maður til borgarinnar. Borgarstjórn undir stjórn Dags B. Eggertssonar eyðir fé í að mála málverk eftir Erró á gafla á blokkum í efra Breiðholti á sama tíma og mikill skortur er á fjármunum bæði til leik- og barnaskóla. Sama borgarstjórn eyðir miklu fé í að skreyta Miklubrautina milli Snorrabrautar og Lönguhlíðar á sama tíma og skólakerfið er í molum.
Ég skil hvorki borgarstjórn né ríkisstjórn sem segist starfa í nafni félagshyggju og forgangsraðar á þennan hátt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.