Alþingismenn sem skapa usla og stjórnleysi
8.10.2017 | 11:47
Það er til gamallt og gott máltæki sem segir:"eftir höfðinu dansa limirnir" Það er rosalega mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem eru heiðarleg, venjuleg íslensk alþýða. Útrásarvikingar, fólk sem á svo mikla peninga að það þarf að geyma þá í útlöndum, skilur ekki reynsluheim okkar sem vinna daglega störf og borgum skatta og skyldur.
Það er ábyrgðarhluti að fara á kjörstað og kjósa menn sem hvorki hafa traust hérlendis né erlendis. Því kæru vinir ! "Betur sjá augu en auga"slíkir menn valda samfélaginu óbætanlegu tjóni. Það fundum við á eigin skinni í Bankahruninu. Slíkir menn skapa vantraust hjá almenningi og skapa óróa og óstöðuleika. Það sýna þrennar kosningar á stuttum tíma. Slíkir menn eru athlægi á alþjóða vettvangi og rýra okkur Íslendina öllu trausti. Það er ábyrgðarhluti að kjósa svona fólk á Alþingi Íslendinga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.