Stefna Alþýðufylkingar xR
16.10.2017 | 11:51
Kosningastefnuskrá Alþýðufylkingarinnar 2017 er ætlað að setja fram baráttumarkmið á meginsviðum samfélagsins.
Hagsmunir alþýðunnar ná því aðeins fram að ganga, að það takist að fylgja baráttumálunum eftir með virkri fjöldahreyfingu. Alþýðan hefur aldrei fengið neitt gefins frá auðstéttinni og svo mun heldur ekki verða í framtíðinni.
Hagsmunir alþýðunnar eru til grundvallar öllum okkar baráttumálum. Framtíðarhagsmunir þar sem tekist er á um samfélagsgerðina og eftir hvaða leiðum gæðunum er skipt. Aðeins þannig má auka jöfnuð og velmegun allra.
Við tökum ekki undir áróður um að bæta megin lífskjörin með auknum hagvexti. Í kapítalismanum fylgja auknum hagvexti jafnan aukinn ójöfnuður og skuldsetning, enda taka auðmenn sér ríflegan hagnað út úr aukinni veltu. Auknar skatttekjur duga skammt á móti auknum ójöfnuði.
Loks falla skuldirnar á samfélagið. Þess vegna þarf að fara eðlisólíka leið til að breyta samfélaginu: Aukið vægi hins félagslega á kostnað markaðslausna. Lykilatriði er félagsvæðing innviða samfélagisns, þar sem fjármálakerfið og nauðsynleg samfélagsþjónusta við alla er í fyrirrúmi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.