Viljum ekki að fámenn auðmannaklíka taki allt til sín..
23.10.2017 | 12:34
Raunverulegur vinstri flokkur í framboði. Viðbrögin við kreppunni 2009 sýna það. Þá vildi V Grænir ekki nota tækifærið til að félagsvæða samfélagið. Raunstefna V Græna þegar á reyndi kom fólki gjörsamlega í opna skjöldu.
Auðurinn safnast á færri og færri hendur.
Það verið að gera upptæka eigur almennings og það fært til þeirra sem eiga kapitalið.
Við viljum að innviðir samfélagsins sé í eigu ríkisins þ.e. þjónusta sem allir þurfa á að halda. Rekið af ríkinu, sveitafélagi, sameignarfélögum, félagasamtökum en ekki rekið í hagnaðarskyni.
Bankakerfið og fjármálakerfið almennt á að vera í þjónustu almennings. Menn eiga aldrei að hagnast á bankastarfsemi. Það er bara arðrán á fátækum almenning.
https://www.youtube.com/watch?v=zo1SpmLyI94
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.