Populistar á tímum koronafaraldursins..

Þegar erfiðir tíma og atvinnuþref plaga landann koma fram óteljandi "sérfræðingar" sem tala niður það sem stjórnvöld eru að gera fyrir þjóðina. Þetta er fólk sem hefur í raun enga aðra hugsjón aðra en að koma sjálfu sér á framfæri. Það þráir athygli og völd. Það sorglega er að svona fólk hræðir og skelfir þá sem eru veikir fyrir. Þá sem eru kvíðnir og óvissir um framtíðina og líf sitt. Svo geta svona úrtölur kallað fram óþreyju í ungu fólki sem finnst erfitt að "Hlýða Víði" !

Stöndum saman og sigrum þessa óværu. Tökum síðan átökin síðar þegar þetta er afstaðið.

Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband