Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017
framhald á Sigmundur ropaði...
8.11.2017 | 17:25
Katrín hitti Sigmund Davíð í gær !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýsköpunarstjórn
7.11.2017 | 13:04
Það yrði sögulegt ef Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri Grænir mynduðu nýja nýsköpunarstjórn og þá væntanlega undir stjórn Sigurðar Inga XB. Sú stjórn hefði margt með sér:
- Hefðbundin 3 flokka stjórn
- Góður meirihluti 35 þingmenn
- hefðbundnir flokkar sem kunna að vera í 4 ára ríkistjórn = stöðugleiki
- Sammála um að láta ESB eiga sig
- Sammála í landbúnaðarmálum,- landsbyggðarmálum.
- Sammála um að byggja upp innviði.
- Sammála um að traust efnahagslík sé undirstaða velferðar.
Vandinn er að Sjálfstæðisflokkurinn er lengst til hægri og Vinstri Grænir lengst til vinstri. En nú er tækifæri til að láta verkin tala og búa til ný stjórnmál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinstri stjórn í burðaliðnum ?
4.11.2017 | 12:26
Nú lítur út fyrir að vinstri flokkarnir séu að ná saman um vinstri stjórn undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þá erum við að tala um 4 flokka stjórn:
XV = 11 þingmenn
XB = 8 þingmenn
XS= 7 þingmenn
XP = 6 þingmenn
Þetta gerir samtals= 32 þingmenn
Þá er skemmtilegt að huga að skiptingu ráðuneyta. Þau eru 10 og skiptast þá ef til vill þannig:
Forsætisráðuneyti: Katrín Jakobsdóttir VG
Utanríkisráðuneyti: Lilja Alfreðsdóttir XB
Fjármálaráðuneyti:Ágúst Ingi XS
Atvinnumálaráðuneyti: Sigurður Ingi XB
Innanríkisráðuneyti: Logi Geirsson xS
Menntamálaráðuneyti:Steingrímur J xS
Heilbrigðismálráðuneyti: Svandís VG
Félagsmálaráðuneyti:Þórhildur Sunna XP
Dómsmálaraðuneyti:Helga Vala XS
Viðskiptaráðuneyti:Helgi xP
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigmundur ropar !
2.11.2017 | 11:03
Það fer um mig hrollur í hvert sinn sem frétt birtist um Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Ég er með hroll á hverjum degi því daglega eru fréttir af honum. Nú síðast átti hann "sögulegt" samtal við Sigurð Inga og þá er gefið í skyn að xB og XM séu nánast komnir í eina sæng og á leið í ríkisstjórn.
Þetta minnir mig nefnilega svo á þegar Donald nokkur Trump var að hreiðra um sig í valdakerfi USA en þá var ég einmitt stödd þar. Maður furðaði sig þá eins og núna hve margir vildu tala við hann og hve sögulegar sáttir svou á alla bóga.
Hver stýrir þessum fréttaflutningi ? Einu sinni var ég sjálf blaðamaður. Það var áður en blaðamenn hættu að vinna á götunni og í símanum og fóru að taka við fréttatilkynningum gagnrýnislaust og birta jafnvel með stafsetningavillum. Það er ekki hægt að sakast við blaðamenn nútímans. Því það eru fjármagnsöflin sem reka blöðin og það hentar þeim ágætlega að 4. valdið er lamað og setur inn fréttatilkynningar gagnrýnislaust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)