"Stjórn hinna hefðbundnu flokka" ?
30.10.2017 | 13:08
Ætli tími vinstri stjórnar sé runnin upp ? Það lítur út fyrir að Katrín og Sigurður séu búin að leggja drög að vinstri stjórn undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur XV. XB+XP+XS+XB = 32 þingmenn
Ríkisstjórn sem hefur það meginmarkmið að endurreisa velferðakerfið og huga að innviðum samfélagsins.
En þá er það spurningin um ESB ! XS og XP hafa sett fram stefnu að kosið skuli um inngöngu í ESB eða hvort hefja skuli aðildaviðræður sem er það sama. XB og XV hafa lagst gegn því. En XV daðraði við inngöngu síðast þegar þeir voru í vinstri stjórn.
ESB er rjúkandi rúst og því undarlegr að sumir flokkar hangi enn á því reipi.Og skoðanakannanir sýna að 80-90 % íslenskra kjósenda vilja ekkert af ESB vita !
Svo eru það landbúnaðarmálin. Þar eru XB okkar gamli góði bændaflokkur og landsbyggðarflokkur málsvari bænda. XV með Steingrím í broddi fylkingar er þar líka, en hvar stendur Katrín ? Alla vega eru XS og XP alveg á öndverðu meiði þarna.
Svo spurningin er þessi ?
Eiga Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri Grænir og Framsókn ekki bara að semja um breiða samstöðu ríkisstjórn undir stjórn Sigurðar Inga ?
XD=16
XV=11
XB=8
samtals= 35 þingmenn
Stjórn hinna hefðbundnu flokka sem ætlar að sameinast um að endurreisa velferðakerfið og innviði samfélagsins eins og þeir allir lofuðu ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.