Miðflokkurinn gleypir Flokk fólksins
30.10.2017 | 16:56
Sigmundur Davíð var ekki lengi að styrkja stöðu sína og bæta við 4 þingmönnum í sinn hóp.
Hann hreinlega gleypti Ingu Sæland og félaga í Flokki fólksins á 1.degi eftir kosningar.
Hefði ekki verið heiðarlegra að bindast kosningabandalagi fyrir kosningar ? Ég þekki fólk sem hefði alls ekki kosið flokkinn ef það hefði vitað þetta.
Ég hef oft á undanförnum vikum varað við flokkum sem hafa alls enga hugmyndafræði til að standa á.
Ég hef líka marg sagt að Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru hægri flokkar. Það hefur sést á því hvaðan Miðflokkurinn fékk fylgi sitt og allir vita hvaðan frambjóðendur Flokk fólksins eiga rætur að rekja.
Mbl hefur hreinlega hampað Miðflokknum frá fyrstu stundu.
Sannleikurinn birtist alltaf fyrr eða síðar.
Athugasemdir
Kunnuglegt trikk, a la Bensi og Björt Framtíð
Hrossabrestur, 30.10.2017 kl. 17:44
Þú hefur greinilega valkvæða heyrn frú Margrét. Hvorki Inga né Sigmundur hafa sagt að þau hafi bundist bandalagi, heldur rætt sameiginlega fleti í stefnum sínum rétt eins og stjornarandstöðuflokkarnir hafa verið að gera sín á milli og saman. Enginn hefur sagt þá vera að bindast bandalagi, þott það væri eðlilegra að álykta svo. Ég skil samt að þú hafir þennan misskilning ef þú lest bara fyrirsagnir skeiniblaðanna.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2017 kl. 20:53
Orðrétt sagði Sigmundur:"Spurður hvers vegna Inga hefði komið með honum að Bessastöðum svaraði Sigmundur: „Við vorum að koma af leynifundi og það gafst ekki tími til að skutla henni heim áður. Ekki vill maður vera of seinn á fund forsetans.“ Hann sagði að flokkarnir tveir væru samstiga að mörgu leyti og að samkomulag væri þeirra á milli um að standa saman að því að koma þeim málum sem þau setja á oddinn á framfæri í stjórnarmyndunarviðræðum"
Samkomulag = stjórnarmyndun =samstíga flokkar
Íhverju liggur misskiliningurinn Jón Steinar ?
Margret Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2017 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.