Ég hef verið kennari í 30 ár
11.12.2017 | 12:50
Hegðunarvandi barna og úrræðaeysi stjórnenda skólanna er komið á það stig að það er stundum þannig að við kennarar búum við hreint andlegt ofbeldi í skólanum. Hver vill vinna við svona umhverfi ? Ég held að það skipti engu máli hve há launin eru en vinnuumhverfið er svona fjandsamlegt.
Þarna gildi hið margkveðna: "Eftir höfðinu dansa limirnir"
Foreldrarnir eru ekki við stjórnvölin. Það eru blessuð börnin sem stjórna.
Stjórnendur í skólum segjast ekkert geta gert því það eru lög hér og lög þar. Einu lögin sem virðast vanta alveg eru: að kennarar hafi mannsæmandi vinnuaðstæður þar sem komið er fram við þá af virðingu sem manneskjur.
Aukinn hegðunarvandi í skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vísa þessum erviðu úr skóla öðrum til viðvörunnar.
Hörður Einarsson, 11.12.2017 kl. 13:23
Ég man að fyrir rúmlega 4o árum síðan, þegar ég var í fyrsta bekk gagnfræðaskóla, að okkur tókst í einu fagi að láta tvo nýja kennara hætta alveg kennslu og sá þriðji endaði á kleppi. Vandamálið er ekki nýtt. Virðingu öðlast enginn með lögboði, hún er áunnin og takist það ekki þá eru krakkar ekkert að leyna því og láta kennarana miskunarlaust finna fyrir því.
Davíð12 (IP-tala skráð) 11.12.2017 kl. 13:28
Engum er vísað úr skóla lengur. Það er mikill munur á skólahaldi núna og fyrir 40 árum. Ég veit ekki í hvað skóla þú Davíð varst. En ef nemendur komast upp með svona hegðun, voða sniðugt ! Þá er eitthvað rosalega mikið að einhverstaðar ekki satt? Mér finnst mikill hroki í svari þínu sem einkennir einmitt viðhorf til skólafólks. Við kennarar nú til dags erum mjög vel menntað, velmeinandi og oftar en ekki með mikla reynslu. Annars værum við ekki í þessu starfi, en til er fólk (börn og foreldrar) sem bera bara alls enga virðingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut.
Margret Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2017 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.