Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017
Ég hef verið kennari í 30 ár
11.12.2017 | 12:50
Hegðunarvandi barna og úrræðaeysi stjórnenda skólanna er komið á það stig að það er stundum þannig að við kennarar búum við hreint andlegt ofbeldi í skólanum. Hver vill vinna við svona umhverfi ? Ég held að það skipti engu máli hve há launin eru en vinnuumhverfið er svona fjandsamlegt.
Þarna gildi hið margkveðna: "Eftir höfðinu dansa limirnir"
Foreldrarnir eru ekki við stjórnvölin. Það eru blessuð börnin sem stjórna.
Stjórnendur í skólum segjast ekkert geta gert því það eru lög hér og lög þar. Einu lögin sem virðast vanta alveg eru: að kennarar hafi mannsæmandi vinnuaðstæður þar sem komið er fram við þá af virðingu sem manneskjur.
Aukinn hegðunarvandi í skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Betur boðið en stjórnarandstaðan fussar bara !
11.12.2017 | 12:42
Stjórnarandstaðan fussar og sveiar yfir því góða boði að bjóða þeim að stýra þremur mikilvægum nefndum. Eru þessi viðbrögð dæmi um ný vinnubrögð í stjórnmálum..ég bara spyr ?
Taka að sér nefndaformennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)